Erlent

Biden bólu­settur eftir helgi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Alex Wong/Getty

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn.

 Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa Bidens, sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í síðasta mánuði.

Þá greinir AP einnig frá því að Kamala Harris, verðandi varaforseti, og Doug Emhoff, eiginmaður hennar, verði bólusett í þarnæstu viku. 

Í gær fengu Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, leiðtogi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrri skammt bólusetningarinnar og urðu þannig hæst settu embættismenn Bandaríkjanna til að verða bólusett fyrir kórónuveirunni.

Samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa Bidens mun almenningi gefast kostur á að fylgjast með Biden fá bólusetningu, líkt og var með Pence varaforseta í gær. Í kjölfar bólusetningarinnar mun Biden þakka heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins í Delaware, þar sem hann verður bólusettur ásamt starfsfólkinu.


Tengdar fréttir

Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu.

Vara­for­seti Banda­ríkjanna bólu­settur í beinni

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.