Erlent

Björguðu tugum barna eftir byssu­bar­daga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla hefur ekki gefið upplýsingar um hverjir stóðu að baki fjöldamannráninu.
Lögregla hefur ekki gefið upplýsingar um hverjir stóðu að baki fjöldamannráninu. Olukayode Jaiyeola/NurPhoto via Getty

Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær.

Breska ríkisútvarpið hefur það eftir lögreglunni í Katsina í Nígeríu að börnunum hafi verið rænt af vígamönnum þegar þau voru á leið heim til þorpsins Mahuta, eftir að hafa tekið þátt í trúarathöfn.

Þeim hafi svo verið sleppt í dag eftir skotbardaga á milli mannræningjanna annars vegar og öryggissveita og vopnaðra borgara hins vegar.

Þá segir lögregla að ræningjarnir hafi einnig tekið tólf kýr ófrjálsri hendi. Lögregla gaf þó ekkert upp um hverja væri að ræða í yfirlýsingu sinni.

Um er að ræða annað fjöldamannránið á börnum í Katsina á átta dögum. Á föstudag var 344 ungum drengjum sleppt, en þeir höfðu verið í haldi í nokkra daga. Boko Haram lýsti yfir ábyrgð á því mannráni.


Tengdar fréttir

Boko Haram segist bera á­byrgð á hvarfi 320 nem­enda

Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.