KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 18:13 Úr leik hjá Fram í sumar. Þeir leika að öllum líkindum í fyrstu deild karla á næstu leiktíð - en þeir eru þó ekki hættir að berjast. vísir/vilhelm KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við. Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18