KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 18:13 Úr leik hjá Fram í sumar. Þeir leika að öllum líkindum í fyrstu deild karla á næstu leiktíð - en þeir eru þó ekki hættir að berjast. vísir/vilhelm KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við. Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18