Erlent

Armenar og Aserar skiptast á föngum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Lýðveldistorginu í armensku höfuðborginni Jerevan. Mikil óánægja hefur verið meðal armensks almennings með friðarsamkomulagið. Afsagnar forsætisráðherrans Nikol Pashinjan hefur verið krafist.
Frá Lýðveldistorginu í armensku höfuðborginni Jerevan. Mikil óánægja hefur verið meðal armensks almennings með friðarsamkomulagið. Afsagnar forsætisráðherrans Nikol Pashinjan hefur verið krafist. Getty

Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum.

Reuters segir frá þessu, en haft er eftir talsmanni ríkisstjórnar Armeníu að 44 Armenar, sem voru í haldi Asera, hafi nú snúið aftur og á móti hafi tólf Aserar, sem voru í haldi Armena, verið fluttir til asersku höfuðborgarinnar Baku í rússneskri herflugvél.

Friðarsamkomulag náðist með milligöngu rússneskra stjórnvalda eftir margra vikna átök. Fól það meðal annars í sér að Armenar myndu koma þremur landsvæðum í hendur Asera.

Nagorno-Karabakh er að finna innan landamæra Aserbaídsjans en Armenar hafa verið þar í miklum meirihluta og í raun stýrt svæðinu. Ríkin hafa lengi átt í deilum vegna þessa og blossuðu mikil átök upp á svæðinu á ný í haust.

Um tvö þúsund rússneskir hermenn eiga nú að tryggja öryggi á átakasvæðunum.


Tengdar fréttir

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×