Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 22:38 Verslunargötur og búðir hafa verið troðfullar af fólki í Hollandi þrátt fyrir strangar sóttvarnaaðgerðir. Getty/ Niels Wenstedt Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. „Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
„Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37
Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05