Klopp með undarlega samlíkingu eftir leikinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 11:01 Jürgen Klopp öskrar á leikmenn Liverpool á Craven Cottage í gær. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp tókst ekki að tala sína menn til fyrir leik á móti Fulham í gær og þurfti að öskra mikið á steinsofandi leikmenn sína fram eftir leik. Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira