Íslenski boltinn

Þjálfari Stjörnunnar skorar á KSÍ að taka niður dagsetningar á heimasíðu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson er með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í sumar.
Kristján Guðmundsson er með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í sumar. Vísir/Daníel

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að það verði minnsta kosti eins mánaðar seinkun á Íslandsmótinu í fótbolta vegna kórónuveirunnar.

Íslandsmótið í knattspyrnu átti að hefjast daginn fyrir Sumardaginn fyrsta en KSÍ felldi á föstudaginn niður alla leiki hjá sér eftir að sett var samkomubann hér á landi.

Kvennalið Stjörnunnar var að koma heim úr æfingaferð frá Spáni og þurftu allir að fara í sóttkví, þar á meðal þjálfarinn. Kristján ræddi stöðuna við netsíðuna fótbolta.net.

„Mótum verður seinkað, það er alveg ljóst. Ég skora á Knattspyrnusambandið að taka niður dagsetningar á veggnum hjá sér. Menn eru að horfa á dagsetningar hvenær mótið byrjar og eru að reyna að hafa leikmenn í ástandi til þess að takast á við fyrstu leikina,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net.

Hann segir að Íslandsmótið muni aldrei byrja í maí og líklegt að fyrsti leikur hans liðs verði ekki fyrr en í júní.

„Það er lágmark mánaðar seinkun á mótum og jafnvel mera. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um heilsuna núna, við getum ekki horft á dagsetningar á fótboltaleikjum. Við þurfum að ýta því frá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net.

Kristján segir að þjálfarar verði nú að vera hugmyndaríkir og koma með nýjar æfingar svo að leikmenn þeirra geti haldið sér í formi.

„Þjálfararnir þurfa að vera frjóir og koma með margar góðar hugmyndir svo við getum hjálpað iðkendunum að æfa. Ég get ekki séð að það verði sameiginlegar æfingar í íþróttum á næstu dögum eða vikum," sagði Kristján en það má sjá allt viðtalið við hann hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.