Erlent

Eftir­lits­skip breska hersins í við­bragðs­stöðu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eftirlitsskip breska sjóhersins hafa verið sett í viðbragðsstöðu.
Eftirlitsskip breska sjóhersins hafa verið sett í viðbragðsstöðu. EOA/Chris Ison

Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins.

Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins.

Heimildamenn Guardian í sjóhernum segja að viðbragðsáætlunin hafi verið skipulögð fyrir nokkru síðan. Þá er ekki langt síðan að eftirlitsskipaflotinn var stækkaður úr fjórum í átta skip. Það var gert að hluta til vegna mögulegra deilna ef samningar nást ekki fyrir áramót. Fréttastofa Guardian segir frá og líkir stöðunni við Þorskastríðin.

Skipin eru vel vopnum búin en ekki er gert ráð fyrir því að þau muni nota vopnin gegn evrópskum fiskveiðiskiptum. Þess í stað muni skipverjar fara um borð í báta sem grunaðir eru um að fara inn á bresk mið og gera þar leit ef nauðsynlegt er.

Þá verður eftirlitsskipunum heimilt að draga evrópska fiskveiðibáta í höfn í Bretlandi ef tilvikin eru talin alvarleg.

Fiskveiðiheimildir eru eitt helsta deilumál samningsnefnda Evrópusambandsins og Bretlands. Nást samningar ekki fyrir þann 31. desember mun Bretland yfirgefa innri markað Evrópu án fríverslunarsamnings. Þá mun evrópskum bátum vera bannað að veiða á breskum miðum og öfugt.


Tengdar fréttir

Telur tölu­verðar líkur á að samningar náist ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu.

Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar

Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar.

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×