Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:48 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31