Viðskipti innlent

Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Vísir/Vilhelm

Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný.

Stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að bólusetningar muni hefjast á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðið sé að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir marga Íslendinga hafa brugðist þessum fréttum með því að bóka ferð út í lönd.

„Við erum farin að sjá töluverða aukningu bókana. Bæði inn í byrjun í byrjun ársins og ekki síst frá apríl og inn í lok ársins,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 

Hvert ætlar fólk að fara?

„Annars vegar sólarborgirnar, Madrid og Tenerife, og suðlægar slóðir í sumar. Og hins vegar stórborgir á borð við London, Frankfurt, Berlín og í Skandinavíu.“

Fjöldi Íslendinga smitaðist af veirunni í skíðaferðum í Evrópu í fyrra.

Er fólk að treysta sér í skíðaferðir?

„Við erum aðeins að sjá það. Það er merkjanleg aukning bókana í febrúar til Þýskalands. Þannig að það má gera ráð fyrir því.“

Erlendir ferðamenn eru farnir að horfa til Íslands.

„En ekkert í sama magni og undanfarin ár. En viðbrögðin síðustu vikur, sérstaklega Evrópumegin, töluvert góð. Svo erum við farin að sjá Bandaríkjamenn gera plön inn í haustið til að heimsækja okkur.“

Max-þoturnar verða teknar inn í sumaráætlunina.

„Við notum þá byrjun ársins og vorið til að undirbúa okkar. Það verður líklega síðan á vormánuðum sem við tökum þær inn.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.