Innlent

Heilsugæslan: Það er ekki hægt að panta tíma í bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer.
Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer. epa/BioNTech

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar nú á heimasíðu sinni að það sé ekki hægt að panta tíma í bólusetningu gegn Covid-19. Allir muni fá boð í bólusetningu þegar kemur að þeirra forgangshóp.

„Ekki er ljóst hvenær dreifing bóluefna vegna COVID-19 hefst. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi. Vonir eru bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs,“ segir í tilkynningu.

„Það er ekki hægt að panta í bólusetningu. Allir munu fá boð í bólusetningu þegar kemur að þeim,“ stendur síðan feitletrað og: „Vinsamlega hringið ekki í heilsugæslustöðvar vegna þessa. Enginn þarf að óttast að verða útundan þegar að bólusetningunni kemur.“

Í tilkynningunni segir að búið sé að birta reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna Covid-19 og forgangsröðunin sé ákvörðuð á grundvelli málefnalegra sjónarmiða.

„Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar, þar á meðal röðun í forgangshópa.

Heilsugæslustöðvar sjá um framkvæmd bólusetninganna en geta ekki sett einstaklinga í forgangshóp.

Vísað er á vefsíðuna Covid.is varðandi nánari upplýsingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×