Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 18:57 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði. ARNAR HALLDÓRSSON Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36