Enski boltinn

Palace gekk frá WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benteke og félagar fagna í dag.
Benteke og félagar fagna í dag. Rui Vieira/Getty

Christian Benteke og Wilfried Zaha skoruðu sitt hvor tvö mörkin í stórsigri Crystal Palace á WBA.

Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og gekk algjörlega frá WBA í fyrsta leik dagsins. Lokatölur urðu 1-5 sigur Palace á The Hawthorns.

Darnell Furlong kom Palace yfir með sjálfsmarki á 6. mínútu en Conor Gallagher jafnaði metin á 30. mínútu. Fjórum mínútum síðar lét Matheus Pereira, leikmaður WBA, senda sig í bað.

Staðan var 1-1 í hálfleik en á 55. mínútu skoraði Wilfried Zaha og kom Palace aftur yfir. Loksins, loksins skoraði Christian Benteke en hann kom Palace í 3-1 á 59. mínútu.

Wilfried Zaha skoraði fjórða markið á 68. mínútu en á 82. mínútu skoraði Christian Benteke sitt annað mark og fimmta mark Palace. Lokatölur 5-1.

Palace er í 11. sætinu með sextán stig en WBA er í næst neðsta sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×