Faraldurinn víða verri en í vor Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 15:18 Heilbrigðisstarfsmenn í Ungverjalandi flytja mann með Covid-19 á sjúkrahús. EPA/Zoltan Balogh Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira