Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Pakistans látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Zafarullah Khan Jamali gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 2002 til 2004.
Zafarullah Khan Jamali gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 2002 til 2004. Getty

Zafarullah Khan Jamali, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, er látinn, 76 ára að aldri. Jamali lést af völdum hjartaáfalls á sjúkrahúsi í Rawalpindi, suður af höfuðborginni Islamabad.

Jamali gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 2002 til 2004 í forsetatíð Pervez Musharraf.

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði tísti að hann væri hryggur að frétta af andláti Jamali og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Jamali tók við embætti forsætisráðherra eftir að herforinginn Musharraf heimilaði þingkosningar eftir að hann tók við völdum í valdaráni 1999. Völd forsætisráðherrans voru þó takmörkuð.

Jamali lét af embætti forsætisráðherra sumarið 2004 eftir deilur við forystu flokksins og tók þá fjármálaráðherrann Shaukat Aziz við embættinu.

Musharraf stýrði landinu til ársins 2008 þegar hann neyddist til að segja af sér eftir að flokkar, með tengsl við herinn, biðu lægri hlut í kosningum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.