„Þetta hafa verið stórkostleg fjögur ár,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði gesti í Hvíta húsinu. „Við erum að reyna að fá fjögur ár í viðbót. En annars sé ég ykkur eftir fjögur ár.“
Ummæli forsetans benda til þess að hann sé að horfast í augu við þann raunveruleika að hafa tapað kosningunum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega um þann möguleika að sækjast aftur eftir embættinu að fjórum árum liðnum.
Myndskeiði frá viðburðinum í Hvíta húsinu var streymt af einum viðstaddra en þar mátti sjá fjölda fólks standa þétt saman og margir grímulausir.
Samkvæmt athugunum Associated Press virðast margir hátíðarviðburðir hafa átt sér stað í Hvíta húsinu án þess að gestum hafi verið gert að bera grímu en það gengur gegn þeim ábendingum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá yfirvöldum í aðdraganda jóla.
Trump at the White House Christmas party: "It's been an amazing four years. We're trying to do another four years, otherwise I'll see you in four years."
— Andrew Solender (@AndrewSolender) December 2, 2020
h/t @ZekeJMiller, @colvinj pic.twitter.com/72Q3bVY3jP