Erlent

Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Chris Krebs fór fyrir þeirri stofnun sem ber ábyrgð á netöryggi vestra.
Chris Krebs fór fyrir þeirri stofnun sem ber ábyrgð á netöryggi vestra. epa/Shawn Thew

Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta freista þess enn að fá niðurstöðum forsetakosninganna snúið. Baráttan hefur litlu skilað og reiðin magnast.

Joe DiGenova, einn lögmanna kosningateymis Trump, hefur kallað Chris Krebs „fávita“ og hvatt til þess að hann verði skotinn. Krebs var yfir stofnuninni sem hefur umsjón með netöryggi í Bandaríkjunum en var látinn fjúka af forsetanum skömmu eftir kosningar.

Krebs, sem er repúblikani, vann sér það til saka að hafa látið þau orð falla að nýafstaðnar forsetakosningar hefðu verið þær „öruggustu í sögunni“. 

DiGenova hefur unnið að því með Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, að fá niðurstöðum kosninganna snúið.

Tilraunir þeirra hafa ekki borið árangur og hverju dómsmálinu á fætur öðru verið vísað frá.

DiGenova lét ummælin falla í The Howie Carr Show og sagði m.a. að það ætti að draga Krebs út við dögun og skjóta hann. Hélt hann því fram að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað en fullyrðingar þess efnis hafa ítrekað verið hraktar af kosningayfirvöldum.

Politico sagði frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.