Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, yfirgefur ísraelska þingið eftir atkvæðagreiðsluna í dag. AP/Alex Kolomoisky Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar. Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar.
Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30
Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35