Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, yfirgefur ísraelska þingið eftir atkvæðagreiðsluna í dag. AP/Alex Kolomoisky Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar. Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar.
Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30
Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35