Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 23:14 Benny Gantz. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“ Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“
Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29