Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2020 15:30 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020 Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020
Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira