Breska lyfjaeftirlitið hefur nú gefið það út að bóluefnið sé öruggt og óhætt að nota. Talið er að bólusetning í Bretlandi hjá áhættuhópum gæti því hafist á allra næstu dögum.
Bretar hafa þegar pantað 40 milljónir skammta af bóluefninu sem dugar fyrir tuttugu milljónir, en tvær sprautur þarf til að efnið virki sem skyldi. Aldrei áður hefur bóluefni verið þróað á svo skömmum tíma, eða á um tíu mánuðum, þróunaferli sem hefði í venjulegu árferði tekið um tíu ár.