Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 23:29 Michael Gove segir ekki mögulegt að slaka á takmörkunum. Getty/Leon Neal Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31
Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50