Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 15:49 Ísraelskri F-15 orrustuþotu flogið á loft frá Ovda flugstöðinni í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana. Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana.
Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira