Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 15:49 Ísraelskri F-15 orrustuþotu flogið á loft frá Ovda flugstöðinni í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana. Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana.
Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira