Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 15:49 Ísraelskri F-15 orrustuþotu flogið á loft frá Ovda flugstöðinni í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana. Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana.
Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira