Jóhann Berg sá sjötti sem nær hundrað leikjum í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2020 23:00 Jóhann Berg í leik gegn Arsenal á síðasta ári. Visionhaus/Getty Images Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley er liðið lagði Crystal Palace að velli 1-0 á heimavelli sínum, Turf Moor, í kvöld. Var það hans 100. deildarleikur fyrir félagið en hann gekk í raðir Burnley sumarið 2016. Þar áður hafði hann leikið með Charlton Athletic í ensku B-deildinni. Jóhann Berg hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin misseri. Hann virðist þó vera kominn á gott ról nú og var í byrjunarliði Burnley í kvöld. Eftir vistaskiptin sumarið 2016 þá tók það Jóhann nokkra leiki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði félagsins. Kom hann inn af bekknum gegn Swansea City, Liverpool og Chelsea áður en hann var í byrjunarliði gegn Hull City. Þann 26. september 2016 lék Jóhann sinn fyrsta leik frá upphafi til enda í ensku úrvalsdeildinni. Þá vann Burnley 2-0 sigur á Watford. Hans fyrsta mark sem og fyrsta stoðsendingin kom í 3-2 sigri á Crystal Palace þann 5. nóvember sama ár. 100 | Johann Berg Gudmundsson makes his 100th Premier League appearance tonight. pic.twitter.com/h89yOCRArK— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 23, 2020 Leikurinn gegn Palace í kvöld var svo 100. leikur Jóhanns í deild þeirra bestu á Englandi. Þar með er hann sjötti Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hermann Hreiðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson eru hinir Íslendingarnir sem hafa náð þeim áfanga. Alls hefur Jóhann Berg skorað sjö mörk og lagt upp 17 í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley er liðið lagði Crystal Palace að velli 1-0 á heimavelli sínum, Turf Moor, í kvöld. Var það hans 100. deildarleikur fyrir félagið en hann gekk í raðir Burnley sumarið 2016. Þar áður hafði hann leikið með Charlton Athletic í ensku B-deildinni. Jóhann Berg hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin misseri. Hann virðist þó vera kominn á gott ról nú og var í byrjunarliði Burnley í kvöld. Eftir vistaskiptin sumarið 2016 þá tók það Jóhann nokkra leiki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði félagsins. Kom hann inn af bekknum gegn Swansea City, Liverpool og Chelsea áður en hann var í byrjunarliði gegn Hull City. Þann 26. september 2016 lék Jóhann sinn fyrsta leik frá upphafi til enda í ensku úrvalsdeildinni. Þá vann Burnley 2-0 sigur á Watford. Hans fyrsta mark sem og fyrsta stoðsendingin kom í 3-2 sigri á Crystal Palace þann 5. nóvember sama ár. 100 | Johann Berg Gudmundsson makes his 100th Premier League appearance tonight. pic.twitter.com/h89yOCRArK— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 23, 2020 Leikurinn gegn Palace í kvöld var svo 100. leikur Jóhanns í deild þeirra bestu á Englandi. Þar með er hann sjötti Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hermann Hreiðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson eru hinir Íslendingarnir sem hafa náð þeim áfanga. Alls hefur Jóhann Berg skorað sjö mörk og lagt upp 17 í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira