Alls sjö leikmenn Man United í draumaliði Tevez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Tevez valdi þá Wayne Rooney, Patrice Evra og Cristiano Ronaldo alla í draumalið sitt. Matthew Peters/Getty Images Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira