Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 12:30 Arnar Þór Viðarsson er þjálfari U-21 árs landsliðs karla og er búinn að koma því á EM á næsta ári. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór. Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór.
Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51