Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 11:12 Frá borginni Tianjin, þar sem vel á þremur milljónum íbúa hefur verið gert að fara í skimun eftir að fimm hafa greinst með Covid-19 á undanfarinni viku. AP/Zhao Zishuo/Xinhua Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira