Enski boltinn

Sagði ekki frá því hvað hann og Salah töluðu um

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool v Arsenal - Premier League - Anfield Liverpool manager Jurgen Klopp after the match in the Premier League match at Anfield, Liverpool. (Photo by Laurence Griffiths/PA Images via Getty Images)
Liverpool v Arsenal - Premier League - Anfield Liverpool manager Jurgen Klopp after the match in the Premier League match at Anfield, Liverpool. (Photo by Laurence Griffiths/PA Images via Getty Images) Laurence Griffiths/PA Images

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi rætt við Mo Salah, framherja Liverpool, eftir að hann greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi.

Salah mætti í brúðkaup bróður síns er hann var í landsliðsverkefni með egypska landsliðinu. Eftir að hann greindist með veiruna birtust myndir af honum þar sem hann var gagnrýndur fyrir að fara ekki gætilea.

Aðspurður um hvort að hann hafi vitað af því að Salah væri að fara í veisluna svaraði Klopp.

„Hvort sem við vissum það eða vissum ekki af því, þá mun það alltaf vera á milli okkar,“ sagði Klopp:

„Ég fór ekki í afmæli besta vinar míns í sumar. Það voru fimmtíu í veislunni og ég ákvað á síðustu mínútu ekki að fara. Þetta var einungis afmæli og kannski fer ég ekki í fleiri afmæli hjá honum svo þetta var erfið ákvörðun.“

„Þetta er staðan sem við erum að lifa í. Svo lengi sem Salah er jákvæður þá verður hann ekki með liðinu. Ef hann er neikvæður þá munum við fylgja öllum reglum og sjá hvenær hann verður tilbúinn aftur,“ sagði Klopp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.