Íslenski boltinn

Guðmann áfram með FH-ingum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmann fær rauða spjaldið.
Guðmann fær rauða spjaldið. vísir/vilhelm

FH-ingar hafa framlengt samning við hinn reynslumikla Guðmann Þórisson og mun hann því leika áfram með Hafnfirðingum í Pepsi-Max deildinni í fótbolta næsta sumar.

Guðmann spilaði fjórtán leiki með FH í deildinni á síðustu leiktíð. FH var í 2.sæti Pepsi-Max deildarinnar þegar tekin var ákvörðun um að klára ekki mótið. Fengu FH-ingar sæti í Evrópukeppni í kjölfarið.

Guðmann er 33 ára gamall og hefur spilað fyrir Breiðablik og KA hér á landi auk þess að hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð um tíma.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10157811064635814&id=119926430813Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.