Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 21:09 Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins geisar nú yfir Evrópu. Yfirmaður Evrópudeildar WHO segir næstu sex mánuði verða erfiða fyrir álfuna. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58