Enski boltinn

Segir það kjaft­æði að E­ver­ton sé að ná í leik­mann Real í stöðuna hans Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancelotti blæs á sögusagnir um að Isco sé á leiðinni.
Ancelotti blæs á sögusagnir um að Isco sé á leiðinni. Tony McArdle/Getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir það af og frá að hann og stjórnarmenn Everton séu byrjaðir að skoða hvað þeir geri í janúarglugganum.

Isco, sem Ancelotti vann með hjá Real Madrid á árunum 2013 til 2015, hefur verið orðaður við þá bláklæddu að undanförnu en Isco er spænskur miðjumaður.

Hann hefur ekki verið í náðinni hjá Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og er því talinn hugsa sér til hreyfings. Ítalski stjórinn blæs þó á þessar sögusagnir.

„Þetta er ekki rétt að við séum á eftir Isco,“ sagði hann í samtali við Directv Sports Co og hélt áfram:

„Við erum ekki byrjaðir að hugsa hvað gerist í janúar. Svo þessi ummæli eru, eins og þeir segja, kjaftæði (e. bullshit).“

Ancelotti náði í gamlan lærisvein frá Real Madrid fyrir þessa leiktíð er James Rodriguez kom tli Everton. Hann hefur komið inn af krafti.

Eftir góða byrjun Everton hefur þeim aðeins fatast flugið en þeir hafa ekki unnið leik í sínum fjóru síðustu deildarleikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.