Enski boltinn

Guardiola framlengir við City til 2023

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola undirritar nýja samninginn við Manchester City.
Pep Guardiola undirritar nýja samninginn við Manchester City. getty/Matt McNulty

Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Manchester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2023.

Guardiola tók við City sumarið 2016. Undir hans stjórn hefur liðið tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið deildabikarinn.

Tímabilið 2017-18 varð City Englandsmeistari á nýju stigameti og setti auk þess fjölda annarra meta. Tímabilið 2018-19 varð City svo fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna heima fyrir (deild, bikar og deildabikar).

Guardiola hefur stýrt City í 245 leikjum. Liðið hefur unnið 176 þeirra, gert 33 jafntefli og tapað 36 leikjum.

Hinn 49 ára Guardiola stýrði áður Barcelona og Bayern München með frábærum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×