Erlent

Opin­ber eftir­lits­nefnd segir for­seta­kosningarnar í Banda­ríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Christopher C. Krebs, yfirmaður deildarinnar, segist ekki búast við að hann verði langlífur í starfi eftir að hann lýsti fullu trausti á framkvæmd kosninganna. 
Christopher C. Krebs, yfirmaður deildarinnar, segist ekki búast við að hann verði langlífur í starfi eftir að hann lýsti fullu trausti á framkvæmd kosninganna.  Tasos Katopodis/Getty Images

Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“, og hafna þeir þannig alfarið ásökunum Donalds Trump forseta um víðtækt kosningasvindl.

Í yfirlýsingu frá nefndinni, sem er hluti af Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, segir að engin sönnunargögn séu fyrir því að atkvæði hafi verið þurrkuð út eða þau týnst og að ekkert bendi til að atkvæðum hafi verið breytt eða átt við þau að neinu leyti. Yfirlýsingin kemur í kjölfarið á tísti forsetans þar sem hann hélt því fram að 2,7 milljónum atkvæða sem fallið hafi í hans hlut hafi verið „eytt“.

Nefndin, sem ber nafnið CISA (Committee of Cybersecurity and Infrastructure Security Agency) segir að þrátt fyrir fjölmargar fullyrðingar um svindl í kosningunum vilji nefndin árétta við almenning að þar á bæ hafi menn fullt traust á framkvæmd kosninganna. Yfirmaður nefndarinnar  Christopher Krebs, segist reyndar búast við að hann verði rekinn af Trump stjórninni vegna þessa, en aðstoðarforstjórinn hefur þegar verið rekinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×