Willum Þór: Verður ógeðslegt í dag og í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 17:16 Willum Þór í baráttunni í dag. Vísir/Vilhelm Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30
Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00
Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26
Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38