Fótbolti

Jón Dagur: Ó­lýsan­legt hvað þetta er svekkjandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur á fleygiferð í leiknum í dag.
Jón Dagur á fleygiferð í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm

Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar.

Tapið þýðir að Ísland kemst ekki á topp riðilsins sem gefur sæti á Evrópumótinu, liðið á hins vegar enn góðan möguleika á því að ná 2. sæti en liðið þarf þá að sækja sigur til Írlands í næsta leik.

„Það er ólýsanlegt. Við héldum skipulaginu vel, náðum að jafna eftir að þeir komast yfir en svo skora þeir í lokin með skoti fyrir utan teig og hann fer í einhvern og inn, þetta er mjög svekkjandi. Sérstaklega eftir að vera búnir að halda skipulagi eiginlega allan leikinn, eða í 88 mínútur. Auðvitað er ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi,“ sagði frekar súr fyrirliði Íslands að leik loknum en sigurmarkið kom í raun upp úr engu undir lok leiks.

„Held við getum verið mjög stoltir af því hvernig við spiluðum leikinn. Héldum skipulaginu, fengum einhverja sénsa, kannski ekki jafn marga og við vildum en erfiðar aðstæður í dag og ég tel það sýni hversu langt við erum komnir sem lið að vera drullusvekktir að tapa 2-1 fyrir Ítalíu,“ sagði Jón Dagur um frammistöðu íslenska liðsins í dag.

Að lokum var Jón spurður út í leikinn gegn Írlandi ytra en Ísland vann heimaleikinn.

„Við getum tekið helling úr þeim leik og förum í þann leik til að ná í þrjú stig, það er ekkert annað í boði.


Tengdar fréttir

Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9

Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×