Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 16:00 Arnar Þór Viðarsson kvaðst stoltur af íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Ítalíu. vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19