Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 16:00 Arnar Þór Viðarsson kvaðst stoltur af íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Ítalíu. vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19