Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 16:00 Arnar Þór Viðarsson kvaðst stoltur af íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Ítalíu. vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19