Willum Þór: Verður ógeðslegt í dag og í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 17:16 Willum Þór í baráttunni í dag. Vísir/Vilhelm Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30
Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00
Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26
Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38