Fótbolti

Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson fagnar Willum Þór Willumssyni eftir að hann jafnaði gegn Ítalíu.
Hörður Ingi Gunnarsson fagnar Willum Þór Willumssyni eftir að hann jafnaði gegn Ítalíu. vísir/vilhelm

Ísland tapaði 1-2 fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs landsliða í dag.

Tommaso Pobega skoraði sigurmark ítalska liðsins á 88. mínútu en allt stefndi í jafntefli sem hefði komið Íslendingum upp í 2. sæti riðils 1 í undankeppninni. Þeir eru hins vegar áfram í 4. sætinu og verða að vinna Íra á sunnudaginn til að eiga möguleika á að komast á EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári.

Pobega kom Ítölum yfir á 35. mínútu með vinstri fótar skoti eftir fyrirgjöf Riccardos Sottil og misheppnaða hreinsun Íslendinga. Staðan var 0-1 í hálfleik, Ítalíu í vil.

Á 62. mínútu jafnaði Willum Þór Willumsson í 1-1 þegar hann stýrði skoti Andra Fannars Baldurssonar í netið. Markið kom eftir langt innkast Harðar Inga Gunnarssonar og skógarferð ítalska markvarðarins, Marcos Carnesecchi.

Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Pobega sitt annað mark og sigurmark Ítalíu með skoti fyrir utan vítateig sem fór af Alex Þór Haukssyni og í fjærhornið. Lokatölur 1-2, Ítölum í vil.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ísland 1-2 Ítalía

Tengdar fréttir

Jón Dagur: Ó­lýsan­legt hvað þetta er svekkjand

Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar.

Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9

Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×