Arnar Gunnlaugs um Pablo Punyed: Sú týpa sem við þurfum á að halda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Arnar segir að Pablo muni bæta lið Víkinga mikið. Vísir/Bára Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira