Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 20:16 Aron Einar segir íslenska liðið einbeitt og tilbúið í leikinn gegn Ungverjum á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum sem fram fer á fimmtudagskvöld. Sker leikurinn úr um hvort landið kemst á Evrópumótið næsta sumar. Sigurvegarinn verður í sannkölluðum dauðariðli en ásamt Íslendingum, eða Ungverjum, verða heimsmeistarar Frakka, Evrópumeistarar Portúgals og að lokum Þjóðverjar. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi undirbúninginn fyrir leikinn „Við erum ekkert að reyna láta hluti sem við getum ekki breytt hafa áhrif á okkur. Við erum að einblína á þennan leik. Leyfum KSÍ og starfsfólkinu að sjá um hitt. Leikmennirnir eru klárir, okkur líður vel hérna í Augsburg [í Þýskalandi, þar sem íslenska liðið undirbýr sig fyrir leikinn], það er hugsað vel um okkur og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik.“ „Erum búnir að fara yfir þá mikið, á myndbandsfundum og æfingum. Vorum að klára taktíska æfingu núna sem gekk vel. Við erum vel undirbúnir og tilbúnir í þetta,“ sagði fyrirliðinn um undirbúninginn fyrir þennan mikilvæga leik. Varðandi spennustigið og anda íslenska liðsins „Auðvitað, maður finnur fyrir spennu og tilhlökkun. Búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum, bæði Rúmeníu leiknum og þessum. Mér finnst undirbúningurinn búinn að vera góður og við erum reynslumiklir. Við kunnum á þessa leiki. Ég tel að það eigi eftir að vera bónus fyrir okkur, að vita hvað við erum að fara út í.“ „Vissulega vitum við hversu sterkir Ungverjarnir eru, það er kraftur í þeim og mikill hraði. Þurfum að nýta okkur okkar reynslu, hvernig við spilum þennan leik og leggjum hann upp. Við erum búnir að fara vel yfir það og það ætti í rauninni ekkert að koma okkur á óvart með þeirra leikskipulag og hvernig þeir spila, það er svolítið auðvelt að lesa það en þeir eru góðir í því sem þeir eru góðir í, það er alveg klárt,“ sagði Aron Einar um spennustigið í íslenska hópnum en um algjöran úrslitaleik er að ræða. Er eitthvað utanaðkomandi að trufla eða er öll einbeiting á leiknum? „Við erum ekkert að pæla í því. Við einbeitum okkur að leiknum, leyfum KSÍ og öðru fólki að hugsa um hvað er mikið undir peningalega séð og annað. Það er undir okkur komið að framkvæma hlutina á vellinum og við þurfum að mæta af fullum krafti í þennan leik, vera skipulagðir og nýta okkar reynslu. Erum ekkert að hugsa um svona hluti of mikið því það gæti truflað mannskapinn og liðið ef menn eru að pæla of mikið í því.“ „Eins og ég sagði áðan þá erum við vanir þessum stóru leikjum sem skipta máli fyrir sambandið og félögin í landinu. Það er undir okkur komið að standa okkur og gera vel inn á vellinum,“ sagði fyrirliðinn að lokum við Henry Birgi. Klippa: Aron Einar segir Ísland vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum sem fram fer á fimmtudagskvöld. Sker leikurinn úr um hvort landið kemst á Evrópumótið næsta sumar. Sigurvegarinn verður í sannkölluðum dauðariðli en ásamt Íslendingum, eða Ungverjum, verða heimsmeistarar Frakka, Evrópumeistarar Portúgals og að lokum Þjóðverjar. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi undirbúninginn fyrir leikinn „Við erum ekkert að reyna láta hluti sem við getum ekki breytt hafa áhrif á okkur. Við erum að einblína á þennan leik. Leyfum KSÍ og starfsfólkinu að sjá um hitt. Leikmennirnir eru klárir, okkur líður vel hérna í Augsburg [í Þýskalandi, þar sem íslenska liðið undirbýr sig fyrir leikinn], það er hugsað vel um okkur og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik.“ „Erum búnir að fara yfir þá mikið, á myndbandsfundum og æfingum. Vorum að klára taktíska æfingu núna sem gekk vel. Við erum vel undirbúnir og tilbúnir í þetta,“ sagði fyrirliðinn um undirbúninginn fyrir þennan mikilvæga leik. Varðandi spennustigið og anda íslenska liðsins „Auðvitað, maður finnur fyrir spennu og tilhlökkun. Búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum, bæði Rúmeníu leiknum og þessum. Mér finnst undirbúningurinn búinn að vera góður og við erum reynslumiklir. Við kunnum á þessa leiki. Ég tel að það eigi eftir að vera bónus fyrir okkur, að vita hvað við erum að fara út í.“ „Vissulega vitum við hversu sterkir Ungverjarnir eru, það er kraftur í þeim og mikill hraði. Þurfum að nýta okkur okkar reynslu, hvernig við spilum þennan leik og leggjum hann upp. Við erum búnir að fara vel yfir það og það ætti í rauninni ekkert að koma okkur á óvart með þeirra leikskipulag og hvernig þeir spila, það er svolítið auðvelt að lesa það en þeir eru góðir í því sem þeir eru góðir í, það er alveg klárt,“ sagði Aron Einar um spennustigið í íslenska hópnum en um algjöran úrslitaleik er að ræða. Er eitthvað utanaðkomandi að trufla eða er öll einbeiting á leiknum? „Við erum ekkert að pæla í því. Við einbeitum okkur að leiknum, leyfum KSÍ og öðru fólki að hugsa um hvað er mikið undir peningalega séð og annað. Það er undir okkur komið að framkvæma hlutina á vellinum og við þurfum að mæta af fullum krafti í þennan leik, vera skipulagðir og nýta okkar reynslu. Erum ekkert að hugsa um svona hluti of mikið því það gæti truflað mannskapinn og liðið ef menn eru að pæla of mikið í því.“ „Eins og ég sagði áðan þá erum við vanir þessum stóru leikjum sem skipta máli fyrir sambandið og félögin í landinu. Það er undir okkur komið að standa okkur og gera vel inn á vellinum,“ sagði fyrirliðinn að lokum við Henry Birgi. Klippa: Aron Einar segir Ísland vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00
Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32
2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30
Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01
Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40
3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43