Fótbolti

Strákarnir æfðu í þoku á fyrstu æfingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason ætti að þekkja allar aðstæður mjög vel enda leikmaður Augsburg liðsins.
Alfreð Finnbogason ætti að þekkja allar aðstæður mjög vel enda leikmaður Augsburg liðsins. Twitter/@@footballiceland

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú komið saman við æfingar í Þýskalandi þar sem liðið þarf að nýta tímann vel til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.

Íslenska liðið fékk aðstöðu í Augsburg í Þýskalandi með aðstoð landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar en staðsetningin hentaði íslenska hópnum mjög vel.

Knattspyrnusamband Íslands birti myndir af fyrstu æfingunni í gærkvöldi á samfélagsmiðlum sínum.

Æft var á æfingasvæði Augsburg liðsins en það var þoka í suður Þýskalandi í gær eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×