Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer fyrir fögnuði strákanna eftir sigurinn á Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira