Fótbolti

Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir

Sindri Sverrisson skrifar
Landsliðsmenn Íslands eru orðnir vanir því að spila fyrir luktum dyrum og þannig verður það á fimmtudagskvöld í Búdapest.
Landsliðsmenn Íslands eru orðnir vanir því að spila fyrir luktum dyrum og þannig verður það á fimmtudagskvöld í Búdapest. vísir/vilhelm

Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum.

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, boðaði í dag nýjar sóttvarnareglur í landinu sem taka eigi gildi á miðnætti annað kvöld.

 Þar segir að íþróttaleikir megi aðeins vera spilaðir fyrir luktum dyrum, og á áhorfendabannið að gilda í mánuð. Þar með er allt útlit fyrir að engir áhorfendur verði á leiknum við Ísland eða tveimur leikjum sem Ungverjar spila í kjölfarið í Þjóðadeildinni. Reglur UEFA heimila að setið sé í þriðjungi sæta á leikjum á vegum sambandsins (Puskás Arena tekur 67.000 manns í sæti) en reglur í hverju landi trompa vitaskuld reglur UEFA.

Í reglugerðardrögum Ungverja segir einnig að allir eigi að halda sig heima frá kl. 20 á kvöldin og til 5 á morgnana, nema að brýna nauðsyn beri til. Leikhúsum, söfnum og líkamsræktarstöðvum verður lokað.

Uppfært: Knattspyrnusamband Ungverjalands hefur tilkynnt að miðar verði endurgreiddir. Ljóst er að leikið verður án áhorfenda.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra

Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.