Enski boltinn

Rapinoe gagnrýnir Man. Utd: „Þetta er svívirðilegt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Megan Rapinoe hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og einu sinni Ólympíumeistari.
Megan Rapinoe hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og einu sinni Ólympíumeistari. getty/Marc Atkins

Bandaríski heimsmeistarinn Megan Rapinoe hefur gagnrýnt Manchester United fyrir að hafa ekki fyrir löngu sett kvennalið á laggirnar.

United stofnaði ekki kvennalið fyrr en 2018. Uppgangur þess hefur verið hraður og United er nú á toppi ensku ofurdeildarinnar. United hefur náð í sterka leikmenn, m.a. samherja Rapinoes í bandaríska landsliðinu, Tobin Heath og Christen Press.

„Ég held að kvennafótbolti í Englandi sé eins og í Bandaríkjunum. Hann er langt á eftir vegna þess hversu lítið fjármagn hefur verið lagt í hann,“ sagði Rapinoe.

„Árið er 2020. Hversu lengi hefur enska úrvalsdeildin verið til? Og það er fyrst núna sem félag eins og Manchester United leggur metnað og fjármagn í að vera með kvennalið. Í hreinskilni sagt er þetta svívirðilegt.“

Rapinoe var markahæst og valinn besti leikmaður mótsins þegar Bandaríkin urðu heimsmeistarar í fyrra. Í kjölfarið fékk hún svo Gullboltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×