Segja Fernandes hafa hellt sér yfir vansvefta Greenwood Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Bruno Fernandes og Mason Greenwood hita upp fyrir leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri. Enski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri.
Enski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira