Segja Fernandes hafa hellt sér yfir vansvefta Greenwood Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Bruno Fernandes og Mason Greenwood hita upp fyrir leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri. Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri.
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira