Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 23:39 Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan opinberar byggingar til að mótmæla friðarsamningi við Aserbaídsjan. Vísir/Twitter Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14