Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 19:17 Mark Esper (t.v.) gegndi embætti varnarmálaráðherra í tæpt eitt og hálft ár. Win McNamee/Getty Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira