Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 19:38 Joe Biden hér ásamt George W. Bush og Lauru Bush árið 2018. Getty/William Thomas Cain Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30